...mænan er ráðgáta

...eftir að hafa fylgst með söfnunarþættinum í kvöld fylltist ég stolti yfir hve landinn er duglegur að gefa til slíkra verka, en allra mest fyllist ég lotningu fyrir þessu æðuleysi sem maður sá hjá fólkinu sem hafði lent í mænuskaðanum....... þar fyrir utan var hugmyndin um að senda þáttinn út frá Laugum WorldClass skemmtileg tilbreyting...... en maður á svo fátt til að segja við örlögum fólks sem lendir í mænuskaða en...

Set hér ljóð sem ég elska eftir lýlátinn höfðingja:

Dag í senn, eitt andartak í einu,
eilíf náð þín, faðir, gefur mér.
Mun ég þurfa þá að kvíða neinu,
þegar Guð minn fyrir öllu sér?
Hann sem miðlar mér af gæsku sinni
minna daga skammt af sæld og þraut,
sér til þess, að færa leið ég finni
fyrir skrefið hvert á lífs míns braut.

Hann, sem er mér allar stundir nærri,
á við hverjum vanda svar og ráð,
máttur hans er allri hugsun hærri,
heilög elska, viska, föðurnáð.
Morgundagsins þörf ég þekki eigi,
það er nóg, að Drottinn segir mér:
Náðin mín skal nægja hverjum degi,
nú í dag ég styð og hjálpa þér.

Guð, ég fæ af fyrirheitum þínum
frið og styrk, sem ekkert buga má.
Auk mér trú og haltu huga mínum
helgum lífsins vegi þínum á,
svo að ég af hjartaþeli hreinu,
hvað sem mætir, geti átt með þér
daginn hvern, eitt andartak í einu,
uns til þín í ljóssins heim ég fer.

Sandell-Berg - Sigurbjörn Einarsson

Eigið góða helgiHeart

12425

 


..heil en marin

..já ég er komin úr réttunum í heilu lagi, reyndar með nokkra marbletti eftir beitt horn sem eiga til að stingast inn í lærin, en hvað er það þó maður hafi fjólublá og skrautleg læri nokkra daga... réttir eru sambland af svo mörgu, þar eru heilu ættarmótin og vinafundirnir, þar er afkvæmasýning ..þó sérstaklega á mannabörnum... reyndar er sauðkindin í aðalhlutverki ennþá, an án hennar eru engar réttir..... en þegar tveggja hæða fjárflutningabíll mætti á staðinn og inn í hann hurfu hundruð kinda fannst mér ég fyllast fortíðarþrá... en svona er lífið... nýjungar birtast á flestum sviðum

Hearteigið góðan dag


...í faðm fortíðar

..já ég er að fara í sveitina mína og upplifa réttirnar eina ferðina enn...InLove ég elska að komast í sveitakyrrðina og náttúruna þar sem ég eyddi mínum æskudögum... rollurnar að koma úr frelsinu á fjöllum með væna dilka og fólk í stígvélum að raga í féinu og rýna í mörk og skilti, eldri að kenna þeim yngri hvernig á að bera sig til við að koma fé í dilk... já og dyravarslan í dilknum er ábyrgðarstaða þar sem aðeins rétt fé má fá inngöngu.... og upp á réttarveggnum situr yngsta kynslóðin (undir vökulu auga umhyggjunnar) og drekkur í sig stemminguna ...sem reyndar er misjafnlega meðtekin...einstaka tár og hræðslutaktar sýna sig ..en kjarkurinn vex við áframhaldandi uppörfun reynslu unganna...já þetta verður góða helgi í mínu lífiSmile

Heartmegi lesendur mínir eiga góða helgi hvar sem þeirra spor liggja


...klukkuð

Fjögur störf sem ég hef unnið um Ævina:

Ræstitæknir á spítala Wink
Starfsstúlka á Hóteli (gengilbeina)
Aðstoðarpía á elliheimili í Englandi
Þvottakona í sláturhúsi. Og svo hin störfin sem allir vita um 

Fjórar bíómyndir sem ég held uppá ;

Man yfirleitt ekki nöfn á bíómyndum en..
Mýrin var góð
Með allt á hreinu ...er minnisstæð
Grenjumyndir um mannleg örlög..snerta mig 

Fjórir staðir sem ég hef búið á;

Sveitin mín ..Kjalvararstaðir
Reykjavík 
Kópavogur
Garðabær...og fleiri

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:

...horfi sjaldan á þætti en helst
Sakamálþættir allskonar eins og CSI

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum;

Filippseyjar
Danmörk
Slóvenía
Ítalía og fl.

Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg;

visir.is
mbl.is
ljosmodir.is
eyjar.net

Fernt sem ég held uppá matarkyns:

lambakjöt 
grilluð lúða 
humar
flestur fiskur

Fjórar bækur sem ég hef lesið oft:

Biblían
Leitin að tilgangi lífsins eftir Viktor E Frankl
Gæfuspor
ljóðabækur t.d. Steinn Steinar,Tómas Guðm. og Davíð Stef ofl

Fjórir bloggarar sem ég ætla að klukka;

Abraham
ÁgústaG
Ásdís frænka
Nkosi 


...buddu-pæling

...já ég elskaHeart buddur, enda á ég buddur af öllum gerðum og stærðum ...og er orðin fræg fyrir þetta buddu-æði á ferðalögum t.d. í gönguklúbbnum mínum...eina fyrir fjalladótið sem er höfð í bakpokanum...eina fyrir fjallaskálann þegar komið er úr göngunni..eina fyrir sjúkradótið og eina fyrir loka sturtuna...svo er einhverstaðar budda fyrir peninginn (seðlana) ef einhversstaðar skyldi vera komið við í búð...þetta  er samt bara hluti af þessu budduveseni hjá mér þegar ég fer eitthvað á flakk ..en vandamálið er að ég finn aldrei neitt í öllum þessum buddum ...sem samt eru fullar af einhverju skemmtilegu.Joyful

....en í daglega lífinu nota ég ekki buddur... heldur er ég með forláta seðlaveski ...en vandinn við þetta seðlaveski er að þar eru aldrei neinir seðlar bara plastkort og kassakvittanir... þannig að heiti á þessu veski er auðvitað alveg út í hött... þar  er alltaf tómt tjón og eintómar skuldir...spurning um að fara að nota ferðalaga-buddurnar í daglega lífinu mínu og henda seðlaveskinu Woundering


...misjöfn túlkun

23114271Er glasið hálf fullt...eða hálf tómt.....???

...þegar stjórnarandstæðingar gangnrýna stjórnun efnahagsmála segir forsætisráðherrann að það sé  alls ekki svo slæmt, en þegar leiðrétta á laun ljósmæðra segir sá sami að erfitt sé að verða við því vegna erfiðleika í efnahagsmálunum... er ekki eitthvað klysjukennt við þetta ...Errm


innlegg í kjarabaráttu ljósmæðra

Erfið fæðing á sér stað:

einbeitt launakrafa'er það

þungaðar við erum allar

engin miskunn þörfin kallar

í burðarliðnum barnið er

bíður þess að fæðast hér

 

Yfir hundrað merkur mælist

meira hvað þeim fyrir þvælist

tökin því að taka' á móti

til að krafan fylgis njóti

öðlist líf sem lífið bætir

ljósmæður og aðra kætir

 

Þéttingsföstum þrýsting beitum

þreifum eftir kennileitum

uns hún fæðist feit og góð

frísk og sterk og þolinmóð

krafan um að auratal

okkar þörfum nægja skal

 

Fyrstu andvörp einmitt núna

efla styrkja kraftinn trúna

eldheitt blóð um æðar rennur

innst í hjarta glóðin brennur

kjaranefnd og kvennaher

í Karphús og á þingið fer

 

Hríðastormur stendur yfir

sterk og öflug hugsjón lifir:

leiðrétting á launakjörum

lífið er á sjúkrabörum

fósturhljóðin heyrast vel

hér þótt súpum dauða' úr skel

 

Ljóssins mæður margir styðja

meðan þær um áheyrn birðja

svo að góður sigur náist

sanngjörn laun og virðing fáist

fyrir klárar kvennastéttir

hvað það verður mikill léttir !!!!

                ort 04.09.08 Þórdís Klara Ágústsdóttir


...hlýnun ljóssins !

..stuðningur við kjarabaráttuna  hefur valdið hlýnun í tilfinningaskalanum hjá "ljósinu"Heart

...takk allir sem hugsa jákvætt til ljósmæðra og hafa stutt okkur á einhvern háttKissing og vonandi verður allur þessi jákvæði meðbyr til þess að deilan leysist sem allra fyrst


...verkfall

...já við jósmæður erum að fara í verkfall,W00t samningarnefnd LMFÍ og ríkisins hafa átt árangurslausa samningafundi og ekkert miðar í samkomulags átt þrátt fyrir að ríkisstjórnarsáttmálinn sé skýr, en þar segir m.a.

Jafnrétti í reynd

Gerð verði áætlun um að minnka óútskýrðan kynbundinn launamun hjá ríkinu og stefnt að því að hann minnki um helming fyrir lok kjörtímabilsins. Ríkisstjórnin vill koma á samvinnu aðila vinnumarkaðarins og hins opinbera um að leita leiða til að eyða þessum launamun á almennum vinnumarkaði. Endurmeta ber sérstaklega kjör kvenna hjá hinu opinbera, einkum þeirra stétta þar sem konur eru í miklum meirihluta. Stefnt skal að því að jafna stöðu kvenna og karla í nefndum og stjórnunarstöðum á vegum ríkisins. Tryggður verði réttur launafólks til að skýra frá launakjörum sínum ef það svo kýs. Trúfélögum verði veitt heimild til að staðfesta samvist samkynhneigðra.Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar 2007

Þetta er stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar undirrituð á Þingvöllum þann 23 maí 2007 ...eru svona plögg bara skraut...?

....samninganefnd ríkisins hefur greinilega ekki umboð til að klára málin heldur verður alþingi að koma að. Fámenn kvennastétt sem hefur í mörg, mörg, mörg ár verið með sömu áherslunar í kjaramálum og ekki haft árangur sem erfiði er orðin langþreytt. Auknar menntunarkröfur hafa ekki skilað stéttinni betri afkomu. Nú er mælirinn fullur og einhugur er hjá stéttinni að standa saman um bætt kjör


bara flott

að fá hjúkrunarfræðing í forstjórastólinn...og svo hefur hún verið uppalin í gamla Hjúkrunarskólanum (mínum).... vonandi vegnar henni vel að takast á við togstreituna sem sköpuð hefur verið með sífelldum breytingum og uppstokkunum í spítalaþjónustunni á höfuðborgarsvæðinu.... ég óska Huldu velfarnaðar í vandasömu starfiSmile
mbl.is Nýr forstjóri LSH til starfa 10. október
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ljósið kemur

Höfundur

Guðný Bjarna
Guðný Bjarna

hvernig væri umhorfs ef ekkert væri ljósið ?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 460

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_0292
  • ..._024_747563
  • Lóa 11-12 vikna 024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband