28.8.2008 | 16:11
...höfðingi kveður
...Sigurbjörn Einarsson biskup hafði rödd sem tekið var eftir...virðulegur höfðingi og andlegur trúarleiðtogi ...sálmaskáld og mannvinur
Minn Jesús, þinn frið vil ég finna,
þinn fögnuð og líf, sem ei dvín,
með þér vil ég vaka og vinna
og vitna um stórmerki þín.
En trú mín er blaktandi blossi,
þín brást ei, hún sigraði á krossi.
Ó, trú þú og vak vegna mín.
Sigurbjörn Einarsson, Sálmabók 360
...votta honum virðingu mína með ljóði úr hans eigin smiðju
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.8.2008 | 07:47
...flug eða skip
...ferðalög með flugi frá eyjunni fögru setja mann oft í spennu...verður það flug eða Herjólfur... ??maður kíkir á fjallatoppana og þeir eru í dulmagnaðri þoku og það er hálftími í brottför Herjólfs...jú er ekki aðeins að rofa til ??? og svo er þessi spennuþrungna ákvörðun ..á að treysta veðrinu og það létti til og verði flug....eða skella sér í Jollann... nei....ég tek flugið
njótið dagsins og góða helgi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.8.2008 | 10:16
mánudagur
...mér finnst sem mánudagur sé upphaf á einhverju spennandi og er algerlega óssmmála máltækinu "mánudagur til mæðu" ...ný vinnuvika og spurning hvað dagarnir gefa manni í fjársjóð lífsins. Einhver sagði mér að galdur lífsins væri að hafa alltaf eitthvað til að hlakka til og ég held að það sé nokkuð til í því
njótið dagsins
Alltaf er dauðinn jafnhress.
En láttu þér aldrei leiðast.
Lífið er ekki til þess.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
17.8.2008 | 16:20
"komment"
bloggsamfélagið býður upp á að fá komment, og til hvers? Öll viljum við fá viðbrögð við okkar hugmyndum og skoðunum. Lífið gengur út á samskipti. Samskipti manna í milli, samskipti við sinn innri mann og sumir eiga líka einhvern Guð sem þeir hafa samskipti við. Við viljum fá svör við okkar vangaveltum, álit hvort við erum að gera rétt, skiptast á skoðunum og víkka þannig út sjóndeildarhringinn. Þannig er lífið við viljum ekki vera ein, þó að stundum sé gott að vera í þögn einn með sjálfum sér.
Fólk sem er í erfiðleikum t.d. vegna missis eða annars vanda er öðrum fremur nauðsyn að hafa einhvern til að eiga samskipti við. Þjáning tekur til allrar manneskjunnar, bæði líkama sál og anda. Brýnt er að fá tækifæri til að tala hreint út um allt sem hrjáir. Til þess þarf eyra sem hlustar og leyfir tilfinningum að flæða án þess að skera á með óviðeigandi athugasemdum, en það á einnig við með gleðina...því gleði fylgir löngun til að deila henni með öðrum............ bloggsamfélagið og kommentin eru sennilega hluta af þessum mannlegu þörfum
Auga sem góðlega hlær.
Hlýja í handartaki.
Hjarta sem örar slær.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.8.2008 | 17:55
...þögn
...það er spurnig hvað ég á að gera með þetta blogg...mér finnst ég ekkert hafa að segja sem á erindi fyrir augu einhverra þarna úti .... kannski sem ég þekki og kannski sem ég þekki ekki. Líklega skiptir það engu máli hver er að lesa bloggið manns, svo framarlega sem maður hefur ánægju af skrifunum sjálfur og er ekki að meiða aðrar manneskjur. En blogg-andinn er misupplagður til skrifa. Það er hægt að taka þátt í dægurþrasi líðandi stundar og "kommenta" á allt sem gerist. En í morgun fór ég að hugsa minn gang þegar ég sat við eldhúsborðið með dagblaða-hauginn ,,moggann, lesbókina, 24stundir, fréttablaðið, allt-blaðið" og hvað þetta heitir....þar að auki var útvarpið í gangi, tölvan var opin með MSN (ef einhver skyldi nú vera á línunni)..... hvernig það væri að hafa formlega þögn..!!! eins og ég man í gamla daga þegar Jón Múli var á gömlu gufunni og dagskráin varð eitthvað á undan áætlun, þá sagði Múlinn: .... "nú verður þögn í 10 mínútur" það er stundum gott að hafa bara þögn
góðar stundir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.8.2008 | 16:51
...umhugsunarvert
hvað það þýðir ..."að láta verkin tala"... ....eins og fráfarandi borgarstjóri hefur marg stagglast á.
Samstarfið á endastað" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2008 | 10:12
...pæling
...annað hvort verð ég að fara að hætta með þessa bloggsíðu eða taka mig á og sinna henni af einhverjum metnaði.......það er spurning dagsins
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.8.2008 | 10:10
..af hverju...
..litlu frænkur mínar eru náttla yndislegar ... það voru mörg "af hverju" sem þurfti að svara og sú minnsta sem er 20 mánaða er að byrja að tala ...kallar flott á systur sínar....Haaappppa!!!! (Harpa) og Addddna (Arna)...og það er tómlegt í húsinu þegar þær eru farnar..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.8.2008 | 12:08
...heimsókn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.7.2008 | 23:57
..allt að koma
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Ljósið kemur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar