Færsluflokkur: Bloggar

...allt í rugli

...moggabloggsíðan er orðin rauð og allir  bloggvinir eru horfnir ...sem sagt allt í rugli... og ég er að fara upp á land, en ekki á þjóðhátíð.... já hvað er í gangi...  það er líka allt í rugli ..eða þannig... ég fer ekki í Veltusundið í tjöldunina þar sem ég verð að mannýgu nauti sem blótar og baular á besta fólk til að verja mitt svæði .... þar sem ég og mínfjölskyldahefurtjaldaðsvolengisemelstumennmunaoglengurenþað þá er eins gott að vera fjarri og forða sér á fasta landið... karlinn er að vinna og ekki von á neinum gestum svo ég fer ekki að berjast um og tryllast yfir landsvæðinu í Veltusundinu þetta árið til að vera ein í tjaldinu...þó ég eigi efri skápa og græna búslóð frá því úr fornöld... og til að gera langa sögu stutta eyði ég helginni í borg óttans að sýsla með ný borgarljós og eigendur þeirra (fæðandi konur og nýfædd börn) og gott ef ég verð ekki líka að sýsla með einhver verkefni sem tengjast hinni vinnunni minni ..sem ég byrjaði í á þessu ári.. verkefnin eru næg... en ég óska þjóðhátíðargestum gleðilegrar hátíðar og ekki halda að endurkoma mín í Veltusund sé liðin undir lok... því ég kem alltaf aftur og aftur og aftur ..eins og Marteinn Mosdal forðumSmile

..til eru fræ

..þann 27.júlí fyrir réttum sextíu árum fæddist lítil stúlka á sveitabæ í Borgarfirði, hún var fjórða barn foreldranna sem fyrir áttu þrjá drengi. Hún var borin til skírnar og fékk þá nafnið Ásdís. Tíminn leið og einhvern tíma á fyrsta æfiári litlu stúlkunnar áttaði móðir hennar sig á að henni fór ekki fram eins og eðlilegt var. Hún var veikburða og virtist ekki hafa eðlilegan þroska. Foreldrarnir og þó sérstaklega móðir hennar dvaldi mörgum stundum fjarri heimilinu með hana til lækninga, en læknavísindin áttu ekki  til svar við hennar veikindum og hún lést 2.apríl 1950.

Þessi litla stúlka var systir mín. Ég fæddist sama ár og hún lést, þannig að ég þekkti hana aðeins af afspurn. Kynntist henni af frásögum foreldra minna. Ég minnist þess að móðir mín talaði um hana sem "engil hjá Guði" Þeir sem farnir eru burt úr þessum heimi lifa samt með okkur í minningunni. En það er okkar að halda minningu þeirra lifandi.  Þessi sorg foreldra minna var veruleiki sem ég kynntist í mínum uppvexti. En ég minnst þess líka að í frásögum móður minnar af þessum atburði var auðmýkt fyrir almættinu. Hún beigði sig undir það vald sem henni var æðra og leit á það sem ráðstöfun Guðs að litla stúlkan hennar sem ekki fékk lækningu við sínum meinum væri vel fyrir séð hjá honum sem hún treysti fullkomlega.

ég vil heiðra minningu Ásdísar systur minnar á þessum degi með ljóði Davíðs Stefánssonar, en hann var uppáhalds ljóðskáld móður minnar

Til eru fræ

Til eru fræ, sem fengu þennan dóm:
Að falla í jörð, en verða aldrei blóm.
Eins eru skip, sem aldrei landi ná,

og iðgræn lönd, er sökkva í djúpin blá,
og von sem hefir vængi sína misst,
og varir, sem að aldrei geta kysst,
og elskendur, sem aldrei geta mæst
og aldrei geta sumir draumar ræst.

Til eru ljóð, sem lifna og deyja í senn,
og lítil börn, sem aldrei verða menn.

       Erl. lag / Davíð Stefánsson


...sumarið ...tími vaxtar

Leitin að tilgangi lífsins felur í sér vöxt. Fræ verður kím og sproti að srái eða grein sem ber ávöxt, gefur af sér möguleika til nýs lífs, á sama hátt þroskast líf okkar. Að vaxa er að þroskast að visku, vexti og náð, jafnt á líkama, sál og anda. Bænabókin eftir Karl Sigurbjörnsson

Gott er að hugleiða hvar þú lesandi góður, finnur þína leið til vaxtarHeart

Smilegóðar stundir


...fjallið sem ógnaði ...unnið

Konan á fjallinuKomin á fjallið og Eyjafallajökull í baksýn þó að hann sé ekki sjánanlegur hér...

.....þegar konur hafa henst upp á erlenda fjallatoppa og montað sig af afrekum í útlöndum ...er dáldið hallærislegt að láta fjall sem hefur verið sem málverk í eldhúsgluggann mínum í næstum þrjá áratugi ógna sér..

.....í dag var skundað á "skraut eldhússgluggans" og auðvitað gekk allt að óskum

 

Heimaklettur 2008 og svo var drukkið kaffi og (þjóðhátíðar)randalínur meðSmile


..skil ekki

hvers vegna fólki langar að láta manníg naut hlaupa á eftir sér...og stofna þannig lífi sínu í hættu..  og nautat er ógeðsleg drápsaðferð þar sem murkað er lífið úr dýrinu hægt og hægt ...svo blóðþyrstir adrenalínfílkar hafi skemmtun af... skil reyndar ekki hvaða skemmtun er hægt að fá út úr þessu
mbl.is 45 slösuðust í Pamplona
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

...krydd

..í mínum uppvexti minnist ég að til hafi verið tvö krydd, annað var salt og hitt pipar. Eitthvað rámar mig samt í að móðir mín hafi verið komin upp á lagið með lárviðarlauf, en ég er alls ekki viss. Saltið var í bláum stauk sem utan á var mynd af strák í stuttbuxum að elta hænu ...og hann var að reyna að hella salti yfir hænuna... piparinn hm ..ég man nú ekki í hvernig íláti hann var...svo kannski var bara til salt...  En á æsku heimili mínu voru yfirleitt margir við matarborðið, við systkinin fjögur, foreldrar mínir, afi gamli og venjulega voru vetrarmenn, kaupamenn og sumarkrakkar... já þegar ég lít inn í kryddskápinn minn hugsa ég stundum hvernig í veröldinni var hægt að lifa af þetta kryddleysi..   .....nema bragðlaukar fortíðarinnar hafi verið svona nægjusamirErrm

..og strákurinn hafi aldrei náð að salta hænuna Grin og  fundið því upp á nýjungum í kryddi..!

Heartgóðar stundir (kryddstundir)


...varið ykkur !!

...konan er farin að hjóla á sínu fína hjóli.Smile..brunar í vinnuna niðrí móti... en verður svo að púla fyrir heimferðinni... ég verð að viðurkenna að það er eins og lærvöðvarnir hafi verið í orlofi árum saman og jafnvægislistin er frekar fumstæð ..því á hverjum gatnamótum er beðið til almættis og allra góðra vætta að enginn bíll sé í nálægð... já maður sér tilveruna öðuvísi á hjólinu og þolir ekki þessa ökufanta sem trylla fram hjá hjólreiðamanninum með bláan reykinn úr púströrinu... Angry   ..mér fannst hjálmurinn alveg hræðilega púkalegt tískuslys til að byrja með...en nú finnst mér hann bara töffJoyful

10644_b~Bicycle-Lady-IV-Posters


..bloggleti

..veit ekki alveg hvað er að ...en ég nenni bara ekki að blogga ...finnst ég ekki hafa neitt að segja frá... dagarnir eru samt fullir af verkefnum en þau eru þess eðlis að fara ekki á bloggsíður...

..bless að sinni...kannski kem ég aftur en kannski ekki..........Undecided

góðar stundirHeart


...hugleiðing

 

Hvað sem þig kann að henda, þá láttu þér aldrei gleymast,
að þú ert ekki bundinn við að fara yfir götuna sem þú valdir.
Þér er frjálst að leita uppi aðra leið, ef þú finnur að þú ert að villast.
Stig Dagerman 

Heartgóðar stundir


...að velja og gera...

...maðurinn stendur sífellt frammi fyrir því að velja.....  að reyna að ákveða  hvað á að velja veldur mörgum kvíða og vanlíðan.....  en þegar valið hefur verið ákveðið verður hann að standa og falla með því sem valið var...... annars er hætta á að niðurstaðan verði bömmer....  en sumir framkvæma áður en þeir hugsa .... og aðrir hugsa og hugsa og gera aldrei neitt....

...ég er farin í frí ..og hætt þessum pælingum..... góðar stundirHeart


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ljósið kemur

Höfundur

Guðný Bjarna
Guðný Bjarna

hvernig væri umhorfs ef ekkert væri ljósið ?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 590

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_0292
  • ..._024_747563
  • Lóa 11-12 vikna 024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband