Færsluflokkur: Bloggar

G-eitthvað

...í kvöld var þáttur í sjánvarpinu sem var kallaður "er grín G-vara" og átti að fjalla um hvernig grínið geymist.... eða eins og ég skil það ...þá er það sem geymist vel G-vara....

hvaðan kemur þá nafnið G- strengur...Errm??.. blandast það eitthvað inn í umræðuna um vöru sem geymist velW00tFootinMouth


...krepputal

 ...sagt er að kínverska táknið fyrir kreppu geti þýtt tvennt; Annars vegar vanda en hins vegar tækifæri... í ljósi þess er fróðlegt að velta fyrir sér hvaða tækifæri gætu falist í fjármálakreppunni..... skyldi tækifærið felast í því að forgangsröðun lífsgæða verði endurmetin...... ja spyr sá sem ekki veitErrmFootinMouth..??


..frjálst fall

...ég og krónan vorum báðar í frjálsu falli í dag.... fallið mitt gaf mér tognaðan ökla og teyjubindi....en fall krónunnar gaf fullt af fólki óheyrilega mikla hækkun á skuldum......  ég veit að liðböndin í öklanum jafna sig ....  spurning með skuldasúpuna ......  W00t

... speki til umhugsunar..

SÁLUFÉLAGI er sá sem hefur lásana sem hæfa okkar lyklum og lyklana sem hæfa okkar lásum.

zwanen_wilde

Þegar við fyllumst nægri öryggiskennd til að opna lásana kemur okkar sanna sjálf í ljós og í kjölfarið getum við verið við sjálf;

við getum verið elskuð fyrir hver við erum en ekki fyrir þann sem við þykjumst vera.

 

Hver og einn lyftir hulunni af því besta hjá öðrum.

Engu skiptir hvað fer illa í lífi okkar, því að með þessum sálufélaga okkar erum við örugg í okkar eigin  paradís.

 

Sálufélagi okkar er einhver sem deilir með okkur helstu þrám og stefnum.

Þegar við erum sem tvær blöðrur samantengdar er leiðin aðeins uppávið, og allar líkur eru á því að við höfum fundið rétta persónu.

 Sálufélagi okkar er sá sem glæðir líf okkar lífi.



 


...ótamdir vöðvar..

...til að vinna upp morgunletina í ræktinni skellti ég mér í tíma í hádeginu hjá afbragðsgóðum jógakennara þar sem hópur kvenna fór m.a.  í hund og hvolp og meira að segja slöngu.....og síðan voru jafnvægisæfingar..... allar berfættar og birtan var kertaljós.... já ég veit að þetta er hin besta hreyfing ...allt gert af mýkt og varfærni undir sefandi tónlist og í lokin var slökun með hugleiðslu og kyrrð hugans fékk að njóta hátíðlegrar tónlistar... mér fannst ég komin í hátíðarstaemmingu þegar þessu lauk.....Heart

...en ég finn í að það er langt í land með jafnvægisæfingarnar og  í dag finn ég að það er mikið af ótömdum vöðvum í mínum skrokk sem eiga mikið verk framundan til að komast af mýkt og öryggi í hund og hvolp hjá jógatemjaranum................

..en það eru 85 dagar í slóveníuferð og það er fjallganga á dagskránni í dag.

.......eigið góðan dag og verið góð hvort við annaðKissing


...sjálfsagi

...það var ennþá vetur og dimm nótt í mínum beinum þegar klukkan hringdi í morgun... áform um að taka upp fyrri siði um morgunsprikl urðu að baráttu milli letinnar og sjálfsagans ..og að lokum sigraði letin ....en til að sitja ekki uppi með hana Letikerlingu eru góð áform í huganum núna.... eftir sturtuna hafragrautinn og kaffið....Wink 

........ dagurinn er hafinn og þrátt fyrir þetta eintal mitt við letina óska ég að allir eigi góðan og gjöfulan dag... í Guðs friðiHeart


...heilinn

...skrýtinn þessi mannsheili.... stundum er hann á fleygi ferð út um allt.. er að skynja ..flokka... og upplifa ..hann er öflugri en nokkuð tölvuforrit...... ...meira að segja  er hann að störfum þegar maður sefur..... svo allt í einu man hann ekki hvar ég setti minnislistann sem ég skrifaði í dagBlush


...undirbúningur

...það er ekki nauðsynlegt að allir þurfi að finna upp hjólið... segir einhversstaðar... ég að safna í sarpinn ýmsum upplýsingum um frábæra starfsemi á höfuðborgarsvæðinu sem er til þess fallin að styðja við fólk sem er að glíma við illkynja sjúkdóma... og í gær heimsótti ég "Ljósið" sem er enduhæfingarmiðstöð krabbameinsgreindra.... og þar er ótrúlega frábær starfsemi í gangi... og í dag heimsæki ég ráðgjafarmiðstöð KÍ í Skógarhlíð...... meira seinna..

....eigið góðan dagSmile


...spegill, spegill

... samferðafólk er eins og þúsundir spegla..... sem maður speglar sig í.... og það er aldrei sama myndin í speglinum....Wink

...snjóhúsið er bráðnað..

..já snjóhúsið er bráðnað og lundin er léttari..og komin í æfingarprógram (sprikl) til að undirbúa sig fyrir að ganga á fjöll í Slóveníu í sumar... það er ekki seinna vænna að byrja ef maður á að komast upp á tindinn á Triglav Triglav í júní....

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ljósið kemur

Höfundur

Guðný Bjarna
Guðný Bjarna

hvernig væri umhorfs ef ekkert væri ljósið ?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 638

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • IMG_0292
  • ..._024_747563
  • Lóa 11-12 vikna 024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband