Færsluflokkur: Bloggar

..vorið er komið

..það er einhver bloggleti í gangi hér á síðunni... eða réttara sagt ekki verið upplögð í að bulla.. á bloggi...      ..en mér fannst eins og vorið kæmi í dag... ég klippti hekkið og rósirnar og hreinsaði mosann af stéttinni... já og fuglarnir mínir voru á grindverkinu í morgun.. held að þeir séu par í tilhugalífinu..Heart  karlinn var að gera sig til fyrir frúna...sperrti sig og fetti á alla kanta ..hallaði undir flatt sitt á hvað... en hún bara hímdi og þóttist ekki sjá þessar tilfæringar hans....  já svona er lífiðKissing

...góða nótt......vornótt..


..slapp

...1.apríl er að verða búinn og enginn plataði mig....sem betur fer, ég hef reyndar aldrei álpast til að hlaupa sjálf, en hef enn þá móral yfir grikknum sem ég gerði bestu vinkonu minni fyrir óralöngu...Blush


hvílast í þögn og vaxa

 ...ég hef gaman að ljóðum og í þeim er oft að finna tilfinningar sem er erfitt að lýsa... það er einhvern leyndardómur í textanum sem lesandinn finnur að talar til hans.... jafnvel á ólíkan hátt eftir því hvernig honum líður....  með eftirfarandi ljóði helga ég minningu góðrar konu sem kvaddi allt of fljótt

Bið
Hvílast í þögn og vaxa: vorsáð fræ
og vera sjálfur moldin sem því hlúir,
regn sól og vindur, himinn jörð og haf

hvílast í þögn og vaxa: verða tré
sem vetrarnakið bíður eitt og þráir
að finna brýnd við börkinn lítil nef.

Þá ymur tiginn álmur við og fagnar
Óðni vígður jafnt til söngs og þagnar

Einar Bragi


krónan undir koddanum

var geymd í gamla daga ....og markmið með sparnaði snérist um að eiga fyrir útförinni sinni... mig langar reyndar ekki að þeir dagar komi aftur....   en hvað skyldi liggja að baki sparnaðarhugmyndum tölvukynslóðarinnar...? Woundering


mbl.is FME rannsakar árásir á krónuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

...gestir við gluggann

366939094_fdc0e2080f_m........á grindverkinu við eldhúsgluggann kúrðu tveir snjótittlingar þegar ég kom fram í morgun... og það snjóaði svo skart   að litli búkurinn þeirra var í mesta basli að halda sér upp úr...þeir voru óvenju spakir og við horfðumst í augu.....  ég fann að það var bón um brauð af mínu borði.... og það skulu þeir sannarlega fá... því þeir hafa sungið og sungið undanfarna sólskinsdaga

Sú rödd var svo fögur, svo hugljúf og hrein,
sem hljómaði til mín úr dálitlum runni.
Hún sat þar um nætur og söng þar á grein
svo sólfögur ljóð um svo margt sem ég unni,
og kvöld eftir kvöld hóf hún ástarljóð ein -
ó ef að þú vissir hvað mikið hún kunni.

Þorsteinn Erlingsson

.... eigið góðan dagHeart


...ljósan sjálf

...loksins tókst síðueigandanum hér að koma inn alvöru mynd á hausinn á blogginu... og jafnframt birtist hið rétta nafn á eigandanum... já það tekur stundum tíma að komast í gegnum einföldustu hluti.... en ef maður heldur ekki áfram að reyna gerist ekki neitt...  elskurnarHeart

Góða nótt

Dagurinn kveður,

mánans bjarta brá

blikar í skýjasundi.

Lokkar í blænum,

leiftur augum frá,

loforð um endur fundi.


Góða nótt, góða nótt,

gamanið líður fljótt,

brosin þín bíða mín,

er birtan úr austri skín.



Dreymi þig sólskin og sumarfrið,

syngjandi fugla og lækjarnið.

Allt er hljótt,  ástin mín, góða nótt.

Ási í Bæ


...var andvaka

í gærkvöldi ... vissulega eru atburðir síðustu daga að brjótast í höfðinu... ung kona í blóma lífsins kölluð burt og samfélagið er aggdofa....

......til að dreyfa huganum fór ég að lesa og fyrir valinu varð bók um Stein Steinarr eftir Gylfa Gröndal. Þetta er bók sem segir frá æfi skáldsins og byrjar því á lýsingu af blá fátæku fólki sem er að berjast fyrir að draga fram lífið í ömurlegu húsnæði  og oft í ánauð hjá þeim efnameiri. Þarna var lýsing af illri meðferð á börnum, umræða um niðursetninga, hreppsómaga og lýsing á hlandbrunnum börnum sem voru horuð og illa til reika. Þetta er ákaflega vel skrifuð bók, enda skrifuð af snillingi og um snilling. Það er erfitt að gera sér í hugalund líðan fólks í þessum aðstæðum.... og ég varð ennþá meira andvaka...... GetLost ...best að lesa Pollýönnu í kvöldWoundering


..ekki einsdæmi

að leigð séu einhver "greni" á okurpening ...og þeir sem lenda í þessum ömurlegu aðstæðum eru helst þeir sem minna mega sín í lífsgæðakapphlaupinu... 
mbl.is Kytra leigð á 90.000
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

...fortíðar...

... þegar ég kom heim úr morgunstörfunum beið mogginn... hentist í gegnum hann eins og vanter... staldraði aðeins við minningargreinasíðuna og sá að óvenju langur inngangur var um eina fullorðna konu fædda "21.... rýndi betur í ættfæðina... og sá að þarna var að kveðja eiginkona frumkvöðulsins sem stofnaði Hagkaup........ á augabragði skaust ég aftur í fortíðina og er orðin unglingur upp í sveit... alltaf sami spenningurinn þegar pósturinn kemur með mjólurbílnum.... já nú er eitthvað nýtt á ferð og það er myndabæklingur í póstinum sem sýnir vörur af ýmsu tagi, allt frá nálaþræðara og til hljóðfæra......og það er hægt að kaupa vöruna sem er á myndunum...... það er mikið skoðað og pælt og það er pantað ... sent með mjólkurbílnum eftir nokkra daga í umslagi með frímerki....... og eftir dágóðan tíma kemur pakki....auðvitað með mjólkurbílnum...... og unglingurinn í sveitinni á orðið gítarGrin   .... þessi myndabæklingur fór víst inn á flest íslensk heimili og ef mig minnir rétt ...varð bylting í einkennisbúningi íslenskra húsmæðra í kjölfarið.... þær hentu svuntunum og klæddust í staðinn hinum margrómuðu "hagkaups sloppum"...  já fjölskylda konunnar sem var minnst í mogganum í dag hefur haft áhrif á margt í lífi íslendinga......

ný dýrategund

..mér sýnist að það þurfi að endurskoða þekkingu fólks á dýrategundum...  ef fólk fer almennt að hafa hauskúpur sem húsmuni...
mbl.is Hauskúpan var meðal húsmuna í hjólhýsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ljósið kemur

Höfundur

Guðný Bjarna
Guðný Bjarna

hvernig væri umhorfs ef ekkert væri ljósið ?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 638

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • IMG_0292
  • ..._024_747563
  • Lóa 11-12 vikna 024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband