Færsluflokkur: Bloggar

...snjóhús

... ég sé ekkert út um eldhúsglugganna fyrir snjó, Bensinn er falinn undir skafli í innkeyrslunni, við útidyrnar er skafl upp að þakskeggi, ég sé grilla í toppana á trjánum í garðinum.. gatan er full af snjó og þar keyra engir bílar..... en það er glampandi sól og snjótittlingar í hundraðavís eru í mat hjá mér... skrýtinn heimur...Smile

...hlaupársdagur

.... verð að setja niður nokkrar línur á þessum degi þó það sé ekki nema til að minnast að það eru 20 ár í dag síðan ég drap í síðustu sígarettunni... já ég valdi hlaupársdag árið 1988 til að hætta að eitra í mér lungun...en OMG hvað þetta var erfitt.. ..ég taldi mér reyndar trú um það í fyrstu að ég væri í reykingapásu og myndi byrja aftur árið 2010 en þá hef ég verið hætt jafn mörg ár og ég reykti.. en nú þegar ártalið nálgast er ég efins um að ég standi við að hætta í pásunni.... það er betra að vera laus við ,,þrælinn"   ójáWoundering

..frá hugmynd að veruleika

...í hausnum á manni verða til margar hugmyndir, sumar lifa stutt,  aðrar fá örlítið lengra líf, en sumar fá vængi, lifna við og verða að veruleika... fyrir sirka 36 mánuðum kviknaði sú hugmynd í kollinum á mér að verða djákniWoundering  ...  hugmyndin fékk líf og heilabúið varð að taka sér tak og innbyrða mikið af sögulegum heimildum og kenningum... auk þess að vesenast í próflestri og stressi.. og fara ótal ferðir með Herjólfi og  vinna um allar tær og trissur í borginni til að geta borgað reikningana á meðan höfuðið var í þessarri endurhæfingu ...en þetta var BARA gaman þegar upp er staðið ...og nú er ég að verða ALVÖRU DJÁKNI...

...sveitabragur

... síðan mín er að vera frekar búsældarleg og það fjölgar óðum í fjósinu... hjá mér... og það er bara fíntSmile ...ég get alveg hugsað mér að bæta við mig hundum og köttum, hestum og hænum...  semsagt setja upp alvöru "bloggbúskap"

..euro-ið

..mér létti stórlega að þessi gúmmíhanska-hörmung var ekki kosin til að skandalisera  í Serbíu.. þátturinn í kvöld var samt ágætur....eina sem ég saknaði úr dagskránni var "hrúturinn Hreinn"  Wink

...tíminn og tunglið

...um miðja þarsíðustu nótt var ég allt í einu í návígi við tunglið og það var í fyllingu..... ég var vakin upp af stækkandi fjölskyldu sem var í þeirri stöðu að þurfa sérhæfða þjónustu sem landsbyggðin býður ekki uppá....... já á heimleiðinni í rauðhvítu himnafleyinu sem þeyttist í skýjunum hugleiddi ég hvað lífið væri skrýtið...  þarna sat ég í háloftunum um hánótt og við stýrið var fallegur flugmaður í borðalögðum galla...... en hinn sami flugmaður er alinn upp í götunni minni og man ég eftir honum litlum stubb að fara í skólann... svipfallegur drengur sem var prakkari af Guðs náð.. .. prakkarinn  höndlaði hæfileika sína eftir töluverða leit... og með óbilandi stuðningi foreldra sinna sem voru nágrannar mínir ....  og mikið var ég í hjarta mínu glöð að upplifa þá tilfinningu að treysta á þekkingu hans við stjórn himnafleysins... já ég heilsaði tunglinu með lotningu..   

...og þakkaði himnaföðurnum fyrir hvað það er gaman að fá að eldast og sjá hvar litlu krakkarnir úr götunni minni eru að fást við í lífinu...Kissing


...morgunandakt

..sturtan, hafragrauturinn og kaffið... já rútína dagsins er byrjuð og það er sjáanlega farið að lengja daginn, alla vega sé ég grilla suðurströnd landsins þar sem ég sit við eldhúsborðið og virði fyrir mér útsýnið úr eldhúsglugganum..... Heimaklettur er "fjallið" og vakir yfir bænum sem er áhyggjufullur vegna afleitra aflabragða..... að vera sem klettur er oft snúið þegar á móti blæs...

...eigið góðan og friðsælan dag..... og sendi ykkur hugleiðingu í eftirfarandi ljóði...

Ég er óskin,

aleiga hins snauða,

bænin heilaga,

hjartarauða,

umvafin fegurð,

og ást í lífi og dauða.

 

Ég var

og ég er.

Kynslóð kemur

og kynslóð fer.

Ungir og gamlir

unna mér.

 

Ég er óskin,

ákallið hljóða,

bæn hins veika

og vegamóða:

friður á jörðu

og frelsi allra þjóða.

 

Gestur Guðfinnsson.


...orlofs konan...

ég hrökk upp við þvílík læti í friðsælu blokkinni á 105 svæðinu sl nótt.... hélt fyrst að einhver íbúanna væri að koma góðglaður heim... snéri mér á hina hliðina fullviss að þetta tæki enga stund fyrir hann að komast inn... en lætin héldu áfram og mögnuðust með dynkjum og háreysti höggum og látum...svo litla hjartað í mér var við það að brjálast úr hræðslu.... þegar ég var komin með símann í hendurnar að hringja í 112 hættu lætin og frá húsinu gekk kvenmaður í pilsiAngry   ..og nú hefur komið í ljós að þessi kvennsa var í orlofsíbúð sem er staðsett í næstu blokk...... og gellan hafði brjálst þegar lykillinn hennar passaði ekki að útidyrunum í minni blokk............. en kvenmaðurinn var  í hraustara lagi því öryggisglerið í útidyrahurðinni var í klessu.........


...eftir-öpunar-árátta....!

...skil ekki þessa áráttu að apa allt upp eftir öðrum.....VALENTÍNUSARDAGUR...!!! ég þoli ekki þessa amerísku súkkulaðisykurhjartakossajarðaberjanærfatahíalínkonfekt-dellu ...  þetta er ein birtingarmynd af hvernig fólk lætur mata sig á hvaða tilfinningar það Á að hafa  ... verður að gefa VALENTÍNUSAR-eitthvað ...annars ertu bara ekki í lagi...... mér finnst nú betra að finna sjálf hvaða tilfinningar eru í kringum mig... og ég þekki engan Valentínus..... en mig grunar að hann sé selji súkkulaðisykurhjartakossajarðaberjanærfarahíalínkonfekt...í  AMMRÍKU..Errm


.. moggablogg

..ég er ekki alveg búin að læra á þetta moggablogg..enda byrjandi á þessu svæði... ég hef verið að  reyna að finna þema til að hafa á síðunni og endaði á þessarri sem heitir ,,tómatar í myrkri" ....  ég gat reyndar líka valið ,,bláar paprikur"  veit ekki hvort hæfir betur borgarpólitíkinni þessa stundina.. hvað finnst þér..?

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ljósið kemur

Höfundur

Guðný Bjarna
Guðný Bjarna

hvernig væri umhorfs ef ekkert væri ljósið ?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 638

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • IMG_0292
  • ..._024_747563
  • Lóa 11-12 vikna 024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband