innlegg í kjarabaráttu ljósmæðra

Erfið fæðing á sér stað:

einbeitt launakrafa'er það

þungaðar við erum allar

engin miskunn þörfin kallar

í burðarliðnum barnið er

bíður þess að fæðast hér

 

Yfir hundrað merkur mælist

meira hvað þeim fyrir þvælist

tökin því að taka' á móti

til að krafan fylgis njóti

öðlist líf sem lífið bætir

ljósmæður og aðra kætir

 

Þéttingsföstum þrýsting beitum

þreifum eftir kennileitum

uns hún fæðist feit og góð

frísk og sterk og þolinmóð

krafan um að auratal

okkar þörfum nægja skal

 

Fyrstu andvörp einmitt núna

efla styrkja kraftinn trúna

eldheitt blóð um æðar rennur

innst í hjarta glóðin brennur

kjaranefnd og kvennaher

í Karphús og á þingið fer

 

Hríðastormur stendur yfir

sterk og öflug hugsjón lifir:

leiðrétting á launakjörum

lífið er á sjúkrabörum

fósturhljóðin heyrast vel

hér þótt súpum dauða' úr skel

 

Ljóssins mæður margir styðja

meðan þær um áheyrn birðja

svo að góður sigur náist

sanngjörn laun og virðing fáist

fyrir klárar kvennastéttir

hvað það verður mikill léttir !!!!

                ort 04.09.08 Þórdís Klara Ágústsdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G Antonia

Heyr heyr!!!!   Ljósanætur-kveðja til Ljósunnar minnar  

G Antonia, 5.9.2008 kl. 19:24

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Baráttukveðjur til þín og ykkar allra. Ég vona innilega að þið fáið kjör ykkar leiðrétt! Góða helgi og hafðu það gott og gangi þér vel með Rósarmálið !

Sunna Dóra Möller, 5.9.2008 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ljósið kemur

Höfundur

Guðný Bjarna
Guðný Bjarna

hvernig væri umhorfs ef ekkert væri ljósið ?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_0292
  • ..._024_747563
  • Lóa 11-12 vikna 024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband