Fæðingarþjónusta og önnur heilbrigðisþjónusta –auglýst eftir framtíðarsýn.

Á  Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja (áður Sjúkrhúsi Vestmannaeyja) hefur frá upphafi verið veitt þjónusta fyrir barnshafandi konur og fjölskyldur þeirra. Þjónustan hefur verið skipulögð og veitt af ljósmæðrum, en þeð samvinnu við heilsugæslulækna og skurðlækni svo og ráðgefandi sérfræðinga á LSH. Til skamms tíma hefur sólarhringsvakt ljósmæðra fyrir fæðingarþjónustu verið mönnuð af tveimur stöðugildum. Stjórnendur stofnunarinnar ákváðu fyrr á þessu ári að fella niður annað stöðugildið. Gjörningurinn sem slíkur er í meðferð hjá til þess bærum aðilum sem eru sérfræðingar í vinnurétti, en ágreiningur er um hvernig að stöðuhlutafallsbreytingunni var staðið.
Það er ljóst að fæðingum í Vestmannaeyjum hefur fækkað s.l. áratug og ekkert í dag bendir til að þeim fjölgi hér aftur því miður. Það er skiljanlegt að stjórnendur endurskoði stöðugildi ljósmæðra, en óskiljanlegt að gera það með þeim hætti sem valinn var. Eitt stöðugildi nægir ekki til að manna sólarhringsvakt allan ársins hring. Ljósmæður hafa tvöfalda menntun og sumar jafnvel meira.  Því er undarlegt að stofnun sjái ekki hag í að semja um breytt vinnufyrirkomulag og leita eftir að nýta þekkingu þeirra á breiðari vettvangi. Ef halda á í starfsmenn með sérhæfða þekkingu verða stjórnendur að vera vakandi fyrir ýmsum þjóðfélagsbreytingum og aðlaga þjónustuna að þeim. Þó að fæðingum hafi fækkað er jafn nauðsynlegt og áður að fjölskyldur í Vestmannaeyjum á barneignaraldri hafi vissu fyrir hvaða þjónusta er í boði hér. Það má ljóst vera að helmings niðurskurður á stöðugildi hefur afgerandi þýðingu fyrir efnahag manneskjunnar sem í því lendir og eðlilegt að hún bæti það upp með einhverjum hætti ef á annað borð er vinnu að fá. Í því niðurskurðarferli sem nú tröllríður heilbrigðiskerfinu er því miður hætta á að þekking og reynsla verði látin fyrir borð fyrir reynsluminni og ódýrari starfsmenn. Þessi eina stétt sem ég hef nefnt er bara brot af þeim niðurskurði sem starfsmenn heilbrigðisþjónustunnar hér í okkar litla samfélagi hafa  farið í gegn um á s.l. mánuðum.
Vegna gífurlegrar niðurskurðarkröfu stjórnvalda í erfiðum efnahagsþrengingum þjóðarinnar sjást nú nýjar áherslur í skipulagi heilbrigðisþjónustunnar á landsvísu. Samdráttur í launakostnaði, sameining þjónustustofnana og tilfærsla á þjónustueiningum eru miskunnarlausari en áður hefur þekkst og taka lítið tillit til einstakra byggðakjarna eða einstaklinga.
Nú er í augsýn breyting á samgöngum við Eyjar með tilkomu Bakkahafnar. Ekki er ólíklegt að sú breyting hafi áhrif á ýmsa opinbera þjónustu sem hér er fyrir hendi í dag, bæði til að auka og efla, en einnig til að fella niður og sameinast stærri einingum. Hvaða áhrif mun þetta hafa á heilbrigðisþjónustu Eyjanna er ósvarað. Hvað með skurðstofuþjónustuna, eigum við að berjast fyrir að efla hana, eða verður skurðstofunni lokað og hér verður eingöngu heilsugæsla, legudeild og þjónusta við aldraða?
Það er áhugavert að vita hver er framtíðarsýn sveitastjórnarmanna og alþingismanna kjördæmisins, en einnig stjórnenda Heilbrigðisstofnunarinnar varðandi þjónustu fyrir barnshafandi konur svo og aðra heilbrigðisþjónustu hér. Það er ekkert sem fæst án baráttu í dag, en fyrst og fremst verða markmið að vera skýr; hvaða þjónustu viljum við berjast fyrir? Eru fæðingar í heimabyggð eitt af þeim baráttumálum: -svar óskast.
Guðný Bjarnadóttir, ljósmóðir

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd:

Er fæðingaþjónusta ekki grunnþjónusta? Hvað getur verið mikilvægara en að búa vel að barnshafandi og fæðandi konum sem næst þeirra heimili. Vilja valdhafar ekki að Íslendingar fjölgi sér áfram? Þurfa ekki að koma upp nýjar kynslóðir til að hreinsa upp óhroðann eftir græðgisvæðinguna? Ég hvet ráðamenn til að sjá til þess að þær fáu fæðingadeildir sem eftir eru í landinu fái að starfa áfram. Nóg er búið að gera á hlut unga fólksins sem þarf að bera skuldir sem það stofnaði ekki til þótt ekki verði vegið að barneignarferli þeirra.

, 7.10.2009 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ljósið kemur

Höfundur

Guðný Bjarna
Guðný Bjarna

hvernig væri umhorfs ef ekkert væri ljósið ?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_0292
  • ..._024_747563
  • Lóa 11-12 vikna 024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband