...fortíðar...

... þegar ég kom heim úr morgunstörfunum beið mogginn... hentist í gegnum hann eins og vanter... staldraði aðeins við minningargreinasíðuna og sá að óvenju langur inngangur var um eina fullorðna konu fædda "21.... rýndi betur í ættfæðina... og sá að þarna var að kveðja eiginkona frumkvöðulsins sem stofnaði Hagkaup........ á augabragði skaust ég aftur í fortíðina og er orðin unglingur upp í sveit... alltaf sami spenningurinn þegar pósturinn kemur með mjólurbílnum.... já nú er eitthvað nýtt á ferð og það er myndabæklingur í póstinum sem sýnir vörur af ýmsu tagi, allt frá nálaþræðara og til hljóðfæra......og það er hægt að kaupa vöruna sem er á myndunum...... það er mikið skoðað og pælt og það er pantað ... sent með mjólkurbílnum eftir nokkra daga í umslagi með frímerki....... og eftir dágóðan tíma kemur pakki....auðvitað með mjólkurbílnum...... og unglingurinn í sveitinni á orðið gítarGrin   .... þessi myndabæklingur fór víst inn á flest íslensk heimili og ef mig minnir rétt ...varð bylting í einkennisbúningi íslenskra húsmæðra í kjölfarið.... þær hentu svuntunum og klæddust í staðinn hinum margrómuðu "hagkaups sloppum"...  já fjölskylda konunnar sem var minnst í mogganum í dag hefur haft áhrif á margt í lífi íslendinga......

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hagkaup opnaði verslun í Eyjum.  Ég eignaðist rósóttar gallabuxur, mamma fékk sér Hagkaups-slopp, voða fínan.  En gítarinn var keyptur í Verslun Haraldar Eiríkssonar, fyrir barnapíulaunin og stóð alveg fyrir sínu þar til fjárfest var í Hagström.  Það er gott að minnast liðinna daga svona í upphafi vinnudags   Bestu kveðjur frá Selfossi

Guðný Ingvars (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 08:49

2 Smámynd: Guðný Bjarna

...takk fyrir innlitið nafna ...við Hagkaups-gítarinn minn áttum góða daga saman og héldum víða uppi fjöri   í blómabarnapartýum í anda Bítla, Stones, Dylan og að ógleymdum ættjarðartónlistar.... en svo týndist gítarinn og ekki hefur til hans spurst í á fjórða áratug.... og gítarhæfileikinn týndist líka

Guðný Bjarna, 28.3.2008 kl. 09:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ljósið kemur

Höfundur

Guðný Bjarna
Guðný Bjarna

hvernig væri umhorfs ef ekkert væri ljósið ?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 469

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_0292
  • ..._024_747563
  • Lóa 11-12 vikna 024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband