13.10.2008 | 22:41
...gúrkan
...ég las einhversstaðar að Britney Spears væri núna með munnangur og finnst að það skipti heiminn rosalega miklu máli að vita það...hugsið ykkur bara í öllu þessum látum er engin að hugsa um litlu dekurstelpuna sem hefur verið fréttamatur heimsins í gúrkutíð og fréttaleysi.....
...við ættum að hætta smá stund að hugsa um fréttir af vísitölum ....og fara að hugsa hvernig fólki raunverulega líður... það eru mörg heimsins munnangur eða öngur ...sem ekki tengjast vísitölum..
góðar stundir og elskaðu augnablikið (þú átt það!!)
Guðmundur Böðvarsson gefur ykkur umhugsunarefni :
Fylgd
Svo hljótt þaut mín jörð yfir himinsins nafnlausu vegi,
að hjarta mitt fann ekki mismun á nóttu og degi,
í feiminni þrá, sem endalaust bíður og bíður.
Hann blekkti mig tíminn, ég vissi ekki, hvernig hann líður.
Og svo flaug hann á burt með mitt vor yfir heiðar og hlíðar
með höll mína, tign mína og ríki, ég vissi það síðar,
með hið fegursta og besta, sem aðeins af afspurn ég þekki.
Og ég átti það, átti það allt, en ég vissi það ekki.Nú undrast ég það, þar sem einn ég í skugganum vaki,
að mín æska er liðin, er horfin, svo langt mér að baki,
á einfaldan hátt, eins og auðfarinn spölur á vegi,
þó undrast ég mest, að ég gekk þar, og vissi það eigi.
Um bloggið
Ljósið kemur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 590
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
....svo kannski missa allir áhugann á hinni dekurdísinni, Paris Hilton sem er holdgervingur vitleysunnar sem hefur verið síðustu árin í gangi! En augnablikið er dýrmætt það er alveg hárrétt !
Sunna Dóra Möller, 14.10.2008 kl. 08:47
...sammála þér Sunna..... vitleysan birtist í endalausum féttum af fólki sem eru holdgerfingar þess lífsstíls sem hefur einkennt vitleysuna og almenningur tekur þátt með því að lesa þetta... sbr S&H með sjóðheitu fréttirnar af moldríkum glæsivillueigendum .. og fleiri lífstílsfréttum þotuliðsins
..... en punkturinn með að vekja athygli á munnangri söngdrottningarinnar er að meira að segja hún getur fundið til á raunverulegu skinni....óraunverulegt fólk getur fengið venjuleg mein sem venjulegt fólk kannast við........ þegar upp er staðið erum við öll sköpuð í sömu mynd og finnum til á sambærilegan hátt... og mikilvægt að við hættum að leggja ofuráherslu á efnisleg gæði og lífsstíl, en veitum hinum raunverulegu gildum og mannlegum tilfinningum athygli
Guðný Bjarna, 14.10.2008 kl. 09:43
Æ, hef aldrei skilið þessar "ekkifréttir" af þessu "frægafólki" það gerir "hvaðsemer" til að komast á síður blaðanna og reyni að komast framhjá fréttum af þeim eins og hægt er. Auðginntir þessir fréttasnápar læt ekki ginna mig í að lesa.
En það hríslaðist um mig einhver ólýsanleg tilfinning að lesa ljóðið hans Böðvars!
Takk fyrir og kveðja til þín
Hjördís Inga Arnarsdóttir, 15.10.2008 kl. 11:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.