...sorg í hjarta en ljós á vegi

..já ég er bara sorgmædd...það er sama inn á hvaða síður er farið...allir eru að spekúlera í hruni efnahagskerfisins...allir hafa á einhvern hátt tekið þátt í vitleysunni hvernig svo sem það hefur verið...  að tapa einhverju er alltaf vont hvort sem það er stórt eða smátt ...og það sem er smátt fyrir einn getur verið stórt í huga annarra.... verðmæti peninga eru svo afstæð..... það sem veldur mér sorg er hve ég skynja mikla örvæntingu og óvissu hjá þjóðinni...enginn veit ennþá hvaða áhrif þetta hefur fyrir hvern og einn og fólk er óöruggt og kvíðið...  það er reitt og tilfinningaskalinn er í rússíbana upp og niður.... margir eru að reyna að sjá eitthvað gott í þessu og eru að taka til í "gildakistunni" og raða upp á nýtt hvað það er sem virkilega skiptir máli... þegar upp er staðið Kissing

.... Guð gefi ykkur góða helgi og njótið augnabliksins...það kemur ekki aftur

Læt Megas gefa ykkur umhugsunarefni InLove

Tvær stjörnur 

 

 Tíminn flýgur áfram og hann teymir mig á eftir sér

og ekki fæ ég miklu ráðið um það hvert hann fer. 

En ég vona bara að hann hugsi svolítið hlýlega til mín

og leiði mig á endanum aftu til þín.

 

Ég gaf þér forðum keðju úr gulli um hálsinn þinn,

svo gleymir þú mér ekki í dagsins amstri nokkurt sinn.

Í augum þínum svörtu horfði ég á sjálfan mig um hríð

og ég vonaði að ég fengi bara að vera þar alla tíð.

 

Það er margt sem angrar en ekki er það þó biðin

Því ég sé það fyrst á rykinu, hve langur tími er liðin.

Og ég skrifa þar eitthvað með fingrinum sem skipti öllu máli.

Því að nóttin mín er dimm og ein og dagurinn á báli.

 

 Já, og andlit þitt málað. Hve ég man það alltaf skýrt,

augnlínur og bleikar varir, brosið svo hýrt.

Jú ég veit vel, að ókeypis er allt það sem er best,

En svo þarf ég að greiða dýru verði það sem er verst.

 

Ég sakna þín í birtingu að hafa þig ekki við hlið mér

og ég sakna þín á daginn þegar sólin brosir við mér.

Og ég sakna þín á kvöldin þegar dimman dettur á.

En ég sakna þín mest á nóttuni er svipirnir fara á stjá.

 

Svo lít ég upp og sé við erum saman þarna tvær

stjörnur á blárri festingunni sem færast nær og nær.

Ég man þig þegar augu mín eru opin, hverja stund.

En þegar ég nú legg þau aftur, fer ég á þinn fund. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G Antonia

Góð færsla og texti hjá Megas, ég hef raunverulega aldrei lesið texta eftir hann, né haft áhuga á því . Ég skil ekkert hvað hann syngur um  svo óskýr í máli "og myndum" hehe!!!!  En þessi er góður!
Góða og heila helgi til þín Ljósa mín!**

G Antonia, 11.10.2008 kl. 01:28

2 Smámynd: Guðný Bjarna

Megas er snillingur

Guðný Bjarna, 13.10.2008 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ljósið kemur

Höfundur

Guðný Bjarna
Guðný Bjarna

hvernig væri umhorfs ef ekkert væri ljósið ?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_0292
  • ..._024_747563
  • Lóa 11-12 vikna 024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband