6.10.2008 | 23:25
...hvellur
já...fréttaflóð um yfirvofandi kreppu hefur heltekið mig...ég er stjörf að hlusta á yfirvofandi hörmungar þegar peningarnir á veraldarvefnum "delítuðust" ...meira að segja ég átti fáeinar krónur inn á vefnum sem upphaflega var stofnað til vegna skattaafsláttar sem "kerfið" bauð almenningi upp á í nokkur ár ef fjárfest væri í "bréfpeningum".... og maður tók þátt.. og svo fóru að vaxa peningar (eða réttara sagt tölur í tölvunni) ...uppskeran verið misjöfn eftir árum en nú varð uppskerubrestur og blúppp ..."allt bú" eins og krakkarnir segja.... og fólki er boðin áfallahjálp ......... veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta... en ..góðærið sprakk með hvelli og eftir stendur almúginn eins og ég og horfir á "pappírs-töluna á skjánum" vera að eyðast út eins og ártalið á skjánum á gamlárskvöld.......úps !
Um bloggið
Ljósið kemur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 590
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
já það vantaði bara flugeldasýninguna...... en vertu viss það á eftir að koma nýtt ár og með ný tækifæri........... jafnvel að fólk fari að hafa tíma til að hugsa inn á við og njóta samveru hvort við annað
bomsan, 7.10.2008 kl. 08:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.