6.9.2008 | 20:19
...buddu-pæling
...já ég elska buddur, enda á ég buddur af öllum gerðum og stærðum ...og er orðin fræg fyrir þetta buddu-æði á ferðalögum t.d. í gönguklúbbnum mínum...eina fyrir fjalladótið sem er höfð í bakpokanum...eina fyrir fjallaskálann þegar komið er úr göngunni..eina fyrir sjúkradótið og eina fyrir loka sturtuna...svo er einhverstaðar budda fyrir peninginn (seðlana) ef einhversstaðar skyldi vera komið við í búð...þetta er samt bara hluti af þessu budduveseni hjá mér þegar ég fer eitthvað á flakk ..en vandamálið er að ég finn aldrei neitt í öllum þessum buddum ...sem samt eru fullar af einhverju skemmtilegu.
....en í daglega lífinu nota ég ekki buddur... heldur er ég með forláta seðlaveski ...en vandinn við þetta seðlaveski er að þar eru aldrei neinir seðlar bara plastkort og kassakvittanir... þannig að heiti á þessu veski er auðvitað alveg út í hött... þar er alltaf tómt tjón og eintómar skuldir...spurning um að fara að nota ferðalaga-buddurnar í daglega lífinu mínu og henda seðlaveskinu
Um bloggið
Ljósið kemur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 590
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sunna Dóra Möller, 7.9.2008 kl. 16:57
Ég verð nú að viðurkenna að ég er nú hálfgerð "budda" líka . En ég á engar buddur, og hætt með seðlaveski .. komin með kortaveski sem ég keypti á Kanarý. ..
kærar kveðjur í Eyjarnar...
G Antonia, 8.9.2008 kl. 01:42
Églíka buddur er með snyrtibuddu tyggjóbuddu aurabuddu pillubuddu saumabuddu gæti svo sem haldið áfram þær eru oftast vel troðnar svo á ég líka seðlaveski sem sjaldan eru seðlar í reyndar tveir þúsundkallar í því núna er búin að gefa upp vonina að þeir fjölgi sér ...svo bara plast og miðar Margrét geymir líka eina buddu í skúffu í eldhúsinu sem mamma hennar laumar pening í annað slagið þá verður hún glöð hún passar sig á að hafa budduna í skúffunni tekur peninginn og setur í baukinn eða fer og kaupir sér Petshopdýr eða sokka eða eitthvað skvísudót sem er á vöntulistanum hennar!!
Hjördís Inga Arnarsdóttir, 8.9.2008 kl. 17:34
Ég klukkaði þig Ljósa mín,,,, sérð það á síðunni minni.............góðar kveðjur úr rigningunni héðan...
G Antonia, 9.9.2008 kl. 12:51
ég sé að ég er ekki ein um þetta budduvesen..svo kannski ætti ég að stofna buddusamtök......... "Gleði-buddu-félag" ..þar væri hægt að skiptast á buddum og halda buddusýningar...og síðast en ekki síst vera buddur sjálfar
lof to mæ bloggfends !!
Guðný Bjarna, 9.9.2008 kl. 21:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.