"komment"

bloggsamfélagið býður upp á að fá komment, og til hvers? Öll viljum við fá viðbrögð við okkar hugmyndum og skoðunum. Lífið gengur út á samskipti. Samskipti manna í milli, samskipti við sinn innri mann og sumir eiga líka einhvern Guð sem þeir hafa samskipti við. Við viljum fá svör við okkar vangaveltum, álit hvort við erum að gera rétt, skiptast á skoðunum og víkka þannig út sjóndeildarhringinn. Þannig er lífið við viljum ekki vera ein, þó að stundum sé gott að vera í þögn einn með sjálfum sér.

Fólk sem er í erfiðleikum t.d. vegna missis  eða annars vanda er öðrum fremur nauðsyn að hafa einhvern til að eiga samskipti við. Þjáning tekur til allrar manneskjunnar, bæði líkama sál og anda. Brýnt er að fá tækifæri til að tala hreint út um allt sem hrjáir. Til þess þarf eyra sem hlustar og leyfir tilfinningum að flæða án þess að skera á með óviðeigandi athugasemdum, en það á einnig við með gleðinaHeart...því gleði fylgir löngun til að deila henni með öðrum............ InLove bloggsamfélagið og kommentin eru sennilega hluta af þessum mannlegu þörfum

Ástúð í andartaki.
Auga sem góðlega hlær.
Hlýja í handartaki.
Hjarta sem örar slær.
Höfundur:
Úlfur Ragnarsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G Antonia

Já Ljósa mín, segir ekki einhver málsháttur; það dansar enginn við sjálfan sig !!!

Maðurinn einn er ei nema hálfur,

með öðrum er hann meiri en hann sjálfur

(EB)

kvitt og bestu kveðjur *

G Antonia, 17.8.2008 kl. 23:23

2 identicon

Aftur er ég að "kommenta" hjá þér bláókunnugri manneskjunni  langaði bara að segja þér hversu sniðugt mér fannst að sjá, að þú hefur lokið því námi sem ég er að bögglast í núna,(ég kommentaði fyrst og skoðaði svo síðuna þína...sá þar einmitt hana Ragnhildi djákna á myndunum frá vígslunni þinni, hún vinnur í minni kirkju) svona geta tilviljanirnar verið, ég kommentaði bara af því að ég fann samhljóm í þínum orðum.  Bestu kveðjur til þín og gangi þér vel í starfi...við eigum vafalítið eftir að hittast vegna starfs okkar í framtíðinni.

Þórey Dögg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ljósið kemur

Höfundur

Guðný Bjarna
Guðný Bjarna

hvernig væri umhorfs ef ekkert væri ljósið ?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_0292
  • ..._024_747563
  • Lóa 11-12 vikna 024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband