16.8.2008 | 17:55
...þögn
...það er spurnig hvað ég á að gera með þetta blogg...mér finnst ég ekkert hafa að segja sem á erindi fyrir augu einhverra þarna úti .... kannski sem ég þekki og kannski sem ég þekki ekki. Líklega skiptir það engu máli hver er að lesa bloggið manns, svo framarlega sem maður hefur ánægju af skrifunum sjálfur og er ekki að meiða aðrar manneskjur. En blogg-andinn er misupplagður til skrifa. Það er hægt að taka þátt í dægurþrasi líðandi stundar og "kommenta" á allt sem gerist. En í morgun fór ég að hugsa minn gang þegar ég sat við eldhúsborðið með dagblaða-hauginn ,,moggann, lesbókina, 24stundir, fréttablaðið, allt-blaðið" og hvað þetta heitir....þar að auki var útvarpið í gangi, tölvan var opin með MSN (ef einhver skyldi nú vera á línunni)..... hvernig það væri að hafa formlega þögn..!!! eins og ég man í gamla daga þegar Jón Múli var á gömlu gufunni og dagskráin varð eitthvað á undan áætlun, þá sagði Múlinn: .... "nú verður þögn í 10 mínútur" það er stundum gott að hafa bara þögn
góðar stundir
Um bloggið
Ljósið kemur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Veistu...mér líður einmitt oft svona....en öll höfum við erindi með því sem við skrifum, þó okkur finnist við ekki hafa neitt merkilegt að segja...spáðu í það hversu leiðinlegt væri í bloggheimum ef allir skrifuðu svo hástemmda pistla að það hálfa væri hellingur...ekki nennti ég að lesa það allt saman. Og er alveg sammála þér með að það er oft best að sleppa því að taka þátt í argaþrasi daglegs lífs...borgarstjórnarmálin og allt það rugl Og já...þögnin getur verið ansi mögnuð...ef okkur líður vel í þögninni með okkur sjálfum þá erum við bara í góðum málum. Annars er ég eiginlega búin að taka ástfóstri við gömlu gufuna...stilli einstaka sinnum á Gest Einar og co. á morgnana.
En hafðu góðar stundir og ekki hætta að blogga...
Þórey Dögg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 18:46
Kær kveðja til þín í þögnina sem ég reyni alltaf að njóta þegar ég get enda áreitið oft ansi mikið hér á heimilinu !!
Hjördís Inga Arnarsdóttir, 16.8.2008 kl. 21:07
ef ég þekki mitt fólk verður þögnin nú ekki langvarandi á mínum bæ...
Guðný Bjarna, 16.8.2008 kl. 22:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.