..til eru fræ

..þann 27.júlí fyrir réttum sextíu árum fæddist lítil stúlka á sveitabæ í Borgarfirði, hún var fjórða barn foreldranna sem fyrir áttu þrjá drengi. Hún var borin til skírnar og fékk þá nafnið Ásdís. Tíminn leið og einhvern tíma á fyrsta æfiári litlu stúlkunnar áttaði móðir hennar sig á að henni fór ekki fram eins og eðlilegt var. Hún var veikburða og virtist ekki hafa eðlilegan þroska. Foreldrarnir og þó sérstaklega móðir hennar dvaldi mörgum stundum fjarri heimilinu með hana til lækninga, en læknavísindin áttu ekki  til svar við hennar veikindum og hún lést 2.apríl 1950.

Þessi litla stúlka var systir mín. Ég fæddist sama ár og hún lést, þannig að ég þekkti hana aðeins af afspurn. Kynntist henni af frásögum foreldra minna. Ég minnist þess að móðir mín talaði um hana sem "engil hjá Guði" Þeir sem farnir eru burt úr þessum heimi lifa samt með okkur í minningunni. En það er okkar að halda minningu þeirra lifandi.  Þessi sorg foreldra minna var veruleiki sem ég kynntist í mínum uppvexti. En ég minnst þess líka að í frásögum móður minnar af þessum atburði var auðmýkt fyrir almættinu. Hún beigði sig undir það vald sem henni var æðra og leit á það sem ráðstöfun Guðs að litla stúlkan hennar sem ekki fékk lækningu við sínum meinum væri vel fyrir séð hjá honum sem hún treysti fullkomlega.

ég vil heiðra minningu Ásdísar systur minnar á þessum degi með ljóði Davíðs Stefánssonar, en hann var uppáhalds ljóðskáld móður minnar

Til eru fræ

Til eru fræ, sem fengu þennan dóm:
Að falla í jörð, en verða aldrei blóm.
Eins eru skip, sem aldrei landi ná,

og iðgræn lönd, er sökkva í djúpin blá,
og von sem hefir vængi sína misst,
og varir, sem að aldrei geta kysst,
og elskendur, sem aldrei geta mæst
og aldrei geta sumir draumar ræst.

Til eru ljóð, sem lifna og deyja í senn,
og lítil börn, sem aldrei verða menn.

       Erl. lag / Davíð Stefánsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Bjarna

takk Búkolla mín og kveðja til þín í snúðabaksturinn

Guðný Bjarna, 27.7.2008 kl. 15:51

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Sunna Dóra Möller, 28.7.2008 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ljósið kemur

Höfundur

Guðný Bjarna
Guðný Bjarna

hvernig væri umhorfs ef ekkert væri ljósið ?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 590

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_0292
  • ..._024_747563
  • Lóa 11-12 vikna 024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband