19.7.2008 | 21:22
...fjallið sem ógnaði ...unnið
Komin á fjallið og Eyjafallajökull í baksýn þó að hann sé ekki sjánanlegur hér...
.....þegar konur hafa henst upp á erlenda fjallatoppa og montað sig af afrekum í útlöndum ...er dáldið hallærislegt að láta fjall sem hefur verið sem málverk í eldhúsgluggann mínum í næstum þrjá áratugi ógna sér..
.....í dag var skundað á "skraut eldhússgluggans" og auðvitað gekk allt að óskum
og svo var drukkið kaffi og (þjóðhátíðar)randalínur með
Um bloggið
Ljósið kemur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 590
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju aftur. Þetta var frábær túr hjá okkur
Ágústa (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 15:42
Já og strengirnir eru líka ágætir
Guðný Bjarna, 21.7.2008 kl. 10:36
Fæ nettan hroll við tilhugsunina að vera svona "hátt uppi" enn meiri við hugsunina um að fara niður. Ég er sko lofthrædd á svölunum hjá mér. En það hefur verið huggulegt hjá ykkur þarna "uppi"með randalínur og gott kaffi.
Ekki langt síðan að ég skoðaði myndir af afa mínum ég held næstum á sama stað með kvartettsöngfélögum sínum svo var líka tekin mynd af þeim liggjandi með skósólana í forgrunni fannst sú mynd flottust síðan bjó nú langafi minn í Klettinum en það var hann Guðmundur hettusprengir sem sprengdi grjótið í varnargarðana og byggði Heiðarbæ þarna í nágrenni við þig.
Læt mér duga að hafa Heimaklett fyrir skraut en hef farið á hin fjöll Eyjarinnar nema ekki uppá Blátind. En Eskfirskum vin okkar finnst fjöllin okkar varla vera fjöll því Múlatindur er gluggaskrautið hans aðeins hærri en okkar fjöll
Svoldið langt nenni ekki að þurrka út
Hjördís "fjallageit"
Hjördís Inga Arnarsdóttir, 23.7.2008 kl. 19:20
..ég veit ekki hvort ég er að verða adrenalínfíkill...en ég fæ eitthvað kikk út úr því að sigra fjöll.... lofthræðslan er alveg til staðar, en að komast upp og niður og sigrast á henni er góð tilfinning...
Guðný Bjarna, 24.7.2008 kl. 23:09
Ha,ha... ... ég held að "borgarskáldið" okkar T.G. hefði alveg skilið þig
"Klífa skriður, skríða kletta......
Gott hjá þér kona.......
Edda (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 00:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.