29.5.2008 | 23:03
.....ég hef lært
Þegar ég var yngri, vóg ég nokkrum kílóum minna. Ég þurfti aldrei að halda
maganum inni þegar ég fór í þröngan kjól.
En nú, þegar ég er orðin eldri, hefur líkami minn brotist til frelsis. Og
um þann hluta hans sem einu sinni var mitti, eru þægileg teygjanleg efni.
Ítölsku skórnir þurfa að vera tveim númerum stærri en áður, ef ég kem þá
fótunum yfirleitt í þá, og skrefbótin á sokkabuxunum sígur allt of oft
niður undir hné.
En ég hef einnig lært að það skiptir engu máli hvað gerist, eða hversu
dimmt virðist yfir öllu í dag. Lífið heldur áfram og á morgun kemur betri
dagur.
Ég hef lært, að það segir mikið til um manneskjuna hvernig hún bregst við
þessum þremur hlutum
1. Rigningardegi
2. Týndum farangri
3. Flæktu jólatrésskrauti
Ég hef lært, að óháð því hvernig samband okkar er við foreldra okkar, komum
við til með að sakna þeirra, þegar þau eru horfin á braut.
Ég hef lært, að það að verða sér úti um peninga og hluti, er ekki það sama
og að skapa sér líf.
Ég hef lært, að af og til býður lífið okkur upp á annað tækifæri.
Ég hef lært, að maður getur ekki farið í gegnum lífið með hornabolta-hanska
á báðum höndum. Öðru hvoru verðu maður líka að gefa boltann til baka.
Ég hef lært, að þegar ég ákveð eitthvað beint út frá hjartanu, þá hef ég
yfirleitt hitt á hina einu réttu ákvörðun.
Ég hef lært, að þó að ég sé sár, þurfi ég ekki að særa aðra.
Ég hef lært, að á hverjum degi eigi maður að rétta öðrum höndina. Allir
þurfa hlýjar hugsanir og vinalegt klapp á axlirnar.
Ég hef lært, að ég er alltaf að læra eitthvað nýtt.
Ég hef lært, að það sem þú segir og gerir vill gleymast, en fólk gleymir
ekki hvernig þú lætur því líða.
Sendu þessa orðsendingu til að minnsta kosti fimm frábærra kvenna í dag og
eitthvað gott verður á vegi þínum... Þú hefur í það minnsta sagt öðrum
konum að þér finnst þær frábærar, og kannski færðu þær til að brosa.
En ef þú ekki gerir þetta... þá bilar rennilásinn og sokkabuxurnar rúlla
niður á hæla, þangað sem ítölsku skórnir meiða þig...!
... fékk þetta í vefpósti í dag, en ég hef fyrir reglu að ég svara ekki svona pósti... þannig að ég verð bara í buxunum með teygjustrengnum..... og set axlabönd á sokkabuxurnar... og ítölsku skórnir... hm... þeir fóru í Rauða Krossinn eins og svo margt annað sem hefur verið fjárfest í....
góðar stundir
Um bloggið
Ljósið kemur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það var gott að lesa þetta....svona smá raunveruleikatékk hahahaha....
Sunna Dóra Möller, 30.5.2008 kl. 12:22
mér finnst þetta góður pistll og sannur!!!! eins og við erum öll - sönn og góð -
Takk fyrir þetta, skemmtilegt !
blautur knús núna úr rigningu í þessum skrifuðu orðum, en ég brosi!! Sólin kemur alltaf aftur. Góða og heila helgi á heiðarveginn....**
G Antonia, 31.5.2008 kl. 09:24
Ég hef líka lært ýmislegt...the hard way.... finnst rigningardagar yndislegir var í rigningu í heita pottinum í nótt dásamlegt.. elska að leysa flækjur þarf oft að gera það enda á ég kött og er stundum að prjóna skil prjónadótið eftir á glámbekk og Tumi eða Ylfa ná sér í dót.:( Bíður ein flækja inn á sjónvarpsborði meira að segja jólaskrautsflækjurnar leysi ég en hér á heimilinu er allavega einn mikið betri í því en ég hann er heittelskaður!!! hef aldrei átt ítalska skó hata sokkabuxur fyrsta sem ég fer úr en er búin að finna leið til að láta þær hanga fyrir ofan neðri bumbu :))
MYndir af Gogga celebrity á Barnalandi sem María Sif tók og setti inn!
Sá á eftir ykkur göngusystrum í morgunn fallegur hópur
kv.
Hjördís Inga Arnarsdóttir, 31.5.2008 kl. 14:29
takk stelpur fyrir innlitið..
GAntonía; ég er reyndar á Illugagötunni
Hjördís; já lífið er allt dásamleg flækja sem maður er endalaust að greiða úr.... það er tilgangur lífsins.. og það er gott... kíkti á vininn á barnalandi...flottur !!
Guðný Bjarna, 1.6.2008 kl. 00:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.