...sæludagar

Heart...allt tekur enda ...og líka samveran með mágkonu, frænkunum auk yngsta og minnsta prinsinum í fjölskyldunni í dönsku vori...  það var skemmtilegt að sjá upplifun barnanna í dýragarði, Tívolí og fleiru sem var gert og skoðað  í ferðinni.

...Hópurinn samanstóð af tveimur dömum á "virðulegum aldri" sem sumir kalla ömmualdurinn, tveimur ungum dömum sem kalla má mömmualdurinn, níu ára dömu sem áður hefur ferðast til útlanda, sex ára dömu sem upplifði sína fyrstu útlandaferð, og gerði það af mikilli upplifun og spenningi ....einni sextán mánaða öflugri dömu sem hefur enn ekki hætt sér á þá hættubraut að ganga óstudd og að lokum var einn herramaður sem nýverið varð eins árs og náði þeim merkilega áfanga í ferðinni að fá danska tönn... við bjuggum í fimm daga í pínulítilli íbúð á Prinsessugötu og var þröngt á þingi, en kommúnulífið gekk bara vel og allir gátu hvílst, borðað og baðað sig ...en eini lúxusinn í þessarri íbúð er að hún er staðsett góðum stað fyrir túrista ... og ekki orð um það meir..

..þetta var sannkölluð stórfjölskyldustemming og ég naut hverrar mínútu og líka þegar sá minnsti var í uppreisnaraðgerðum klukkan þrjú um nótt.... já hann bætti það upp með sínu saklausa brosi þegar nýr dagur rann upp......... Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyriri frábæran tíma ;)

Ásdís (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 18:19

2 identicon

úff þetta var illa orðað takk fyrir frábærar stundir meina ég svona á góðri íslensku

Ásdís (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ljósið kemur

Höfundur

Guðný Bjarna
Guðný Bjarna

hvernig væri umhorfs ef ekkert væri ljósið ?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 590

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_0292
  • ..._024_747563
  • Lóa 11-12 vikna 024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband