...vorið

...sú halta komst í gönguferð upp á Sæfjall.. það er ekkert sem jafnast á við að sjá þegar vorið er á næsta leiti... gæsahópar voru að koma til landsins, greinilega langt að komnar flugu þær í skipulögðum hópum Þar sem ein hefur forystu og hópurinn sem á eftir kemur raðar sér upp með þeim hætti að létta flugið.... eins og þær séu búnar að vera í tímum í hópefliSmile.. já og svo voru heilu breiðurnar af skógarþröstum ..já sko heilu breiðurnar..(hef aldrei séð þvílíkan fjölda saman) sem sennilega eru hér að hvíla lúna vængi eftir flug frá fjarlægum slóðum.. og svo voru nokkrar rollur sem urðu á vegi okkar göngusystra...spakar og pattaralegar vildu þær endilega ná af okkur tali, en æ... við vorum ekki tilbúnar í spjall við spakar rollur og strunsuðum með okkar göngulagi til fjalla.... og það eru átta vikur í Slóveníuferðina hjá göngusystrum...eins gott að halda áfram að æfaCool

...njótið dagsins og hlustið á voriðHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæl Guðný, það er alltaf svo flott vorið hér, ekki veit ég hvort það er betra hér en annarstaðar, þið áttuð auðvita að gefa rollunum brauð en ekki spjalla við þær.  Kær kveðja.

Helgi Þór Gunnarsson, 12.4.2008 kl. 23:45

2 Smámynd: Guðný Bjarna

Helgi... sveitastelpan úr Borgarfirðinum er ekki vön "brauðrollum" ...þar vilja þær bara spjall, klapp og klór... en takk fyrir innlitið

Guðný Bjarna, 13.4.2008 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ljósið kemur

Höfundur

Guðný Bjarna
Guðný Bjarna

hvernig væri umhorfs ef ekkert væri ljósið ?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_0292
  • ..._024_747563
  • Lóa 11-12 vikna 024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband