31.3.2008 | 08:41
...gestir við gluggann
........á grindverkinu við eldhúsgluggann kúrðu tveir snjótittlingar þegar ég kom fram í morgun... og það snjóaði svo skart að litli búkurinn þeirra var í mesta basli að halda sér upp úr...þeir voru óvenju spakir og við horfðumst í augu..... ég fann að það var bón um brauð af mínu borði.... og það skulu þeir sannarlega fá... því þeir hafa sungið og sungið undanfarna sólskinsdaga
Sú rödd var svo fögur, svo hugljúf og hrein,
sem hljómaði til mín úr dálitlum runni.
Hún sat þar um nætur og söng þar á grein
svo sólfögur ljóð um svo margt sem ég unni,
og kvöld eftir kvöld hóf hún ástarljóð ein -
ó ef að þú vissir hvað mikið hún kunni.
Þorsteinn Erlingsson
.... eigið góðan dag
Um bloggið
Ljósið kemur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 590
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.