21.2.2008 | 08:44
...morgunandakt
..sturtan, hafragrauturinn og kaffið... já rútína dagsins er byrjuð og það er sjáanlega farið að lengja daginn, alla vega sé ég grilla suðurströnd landsins þar sem ég sit við eldhúsborðið og virði fyrir mér útsýnið úr eldhúsglugganum..... Heimaklettur er "fjallið" og vakir yfir bænum sem er áhyggjufullur vegna afleitra aflabragða..... að vera sem klettur er oft snúið þegar á móti blæs...
...eigið góðan og friðsælan dag..... og sendi ykkur hugleiðingu í eftirfarandi ljóði...
Ég er óskin,
aleiga hins snauða,
bænin heilaga,
hjartarauða,
umvafin fegurð,
og ást í lífi og dauða.
Ég var
og ég er.
Kynslóð kemur
og kynslóð fer.
Ungir og gamlir
unna mér.
Ég er óskin,
ákallið hljóða,
bæn hins veika
og vegamóða:
friður á jörðu
og frelsi allra þjóða.
Gestur Guðfinnsson.
Um bloggið
Ljósið kemur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 670
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.