Færsluflokkur: Bloggar
7.5.2008 | 15:05
í hvaða
Leitað að bankaræningja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2008 | 09:49
...fyrsta stundin
...dagurinn er merkilegur í mínu lífi því fyrsta formlega embættisverk í nýju starfi verður helgistund á öldrunarheimili..... heimili sem er samastaður þeirra sem eru komnir lengra á lífsins leið en maður sjálfur, fólk sem hefur lokið starfsævi og margir hverjir þurft að sjá á eftir nákomnum ættingjum, sumir eru ernir og fylgjast vel með daglegu lífi, aðrir eru horfnir inn í heim gleymskunnar og lifa "í öðru landi" eins og ágæt kona snefdi bók sína um föður sinn sem var einn af þeim sem hvarf inn á vit gleymskunnar...... já það er sama hvar maður er staddur á lífsins leið...Orðið Hans á alltaf við og bæn mín er að ég fari vel með það Orð
...eigið góðan dag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.5.2008 | 21:46
... á hverju þekkist þekkingin
... var í mesta basli að sansa græna skyrtu fyrir daginn í dag. Skyrtan hefur sérstakan kraga sem hefur flipa sem geymir hvítt spjald... stundum kölluð embættisskyrta..
nú þekkist þekking mín á hvítu spjaldi á grænum kraga
.........góðar stundir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
3.5.2008 | 09:09
...morgun...ló
..eftir nokkra daga fjarveru eru litlar og léttar loðnar "bollur" úti í hverju horni.. venjulega kölluð ló í íslensku máli.... hlýtur að tengjast einhverju loðnu fyrirbæri.... ef það væri sama merking og að vera loðinn um lófana væri ég orðin svimandi rík......... já kannski er ég bara rík, það er svo afstætt hugtak... en nú fer morguninn í baráttu við loðnu bollurnar...úps
eigið góðan dag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.5.2008 | 10:37
...sæludagar
...allt tekur enda ...og líka samveran með mágkonu, frænkunum auk yngsta og minnsta prinsinum í fjölskyldunni í dönsku vori... það var skemmtilegt að sjá upplifun barnanna í dýragarði, Tívolí og fleiru sem var gert og skoðað í ferðinni.
...Hópurinn samanstóð af tveimur dömum á "virðulegum aldri" sem sumir kalla ömmualdurinn, tveimur ungum dömum sem kalla má mömmualdurinn, níu ára dömu sem áður hefur ferðast til útlanda, sex ára dömu sem upplifði sína fyrstu útlandaferð, og gerði það af mikilli upplifun og spenningi ....einni sextán mánaða öflugri dömu sem hefur enn ekki hætt sér á þá hættubraut að ganga óstudd og að lokum var einn herramaður sem nýverið varð eins árs og náði þeim merkilega áfanga í ferðinni að fá danska tönn... við bjuggum í fimm daga í pínulítilli íbúð á Prinsessugötu og var þröngt á þingi, en kommúnulífið gekk bara vel og allir gátu hvílst, borðað og baðað sig ...en eini lúxusinn í þessarri íbúð er að hún er staðsett góðum stað fyrir túrista ... og ekki orð um það meir..
..þetta var sannkölluð stórfjölskyldustemming og ég naut hverrar mínútu og líka þegar sá minnsti var í uppreisnaraðgerðum klukkan þrjú um nótt.... já hann bætti það upp með sínu saklausa brosi þegar nýr dagur rann upp.........
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.4.2008 | 10:41
..Köben
..ég er farin á stefnumót við vorið í Kaupmannahöfn í fylgd frænkuhóps og eins karlmanns sem er hann Kristleifur Heiðar sem dreif í að verða eins árs áður en hann færi til útlanda... og við ætlum að hafa það reglulega gott og njóta samverunnar og vorsins með ættmóður frændgarðisins míns....nefnilega henni Nennu mágkonu..sem hefur verið skólastelpa sl vikur hjá dönum...
bless og njótið lífsins kæru bloggvinir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.4.2008 | 11:26
..frátekin
..í dag verð ég frátekin til að þjóna nágunganum í anda Jesú Krists...fæ blessun biskups og handayfirlagningu í Dómkirkjunni... starfsheiti mitt verður djákni og starfið mitt er líknar og kærleiksþjónusta sem ég hef verið ráðin við til Landakirkju í Vestmanneyjum í samstarfi við Heilbrigðisstofnunina of félags og fjölskyldusvið Vestmannaeyjabæjar.
..gleðilegt sumar og njótið dagsins kæru vinir ...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
18.4.2008 | 16:14
nokkrar línur
..skelli hér inn stuttri færslu til að gefa merki um lífsmark á síðunni..það er reyndar alveg magnað fyrirbæri þetta blogg...maður flandrar þar um og hittir alls konar fólk..bæði sem skrifar undir fullu nafni og dulnefni.. kvittar hjá sumum og læðist um hjá öðrum án þess að skilja eftir sýnileg spor... ..sumir eru frábærir pennar og eru með uppbyggilegar færslur .. meðan aðrir eru frekar niðurbrjótandi og sjálfum sér mest til leiðinda... en ég hef gaman af þessu öllu saman og fjölbreytnin í mannflórunni er heillandi........
...njótið og lifið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.4.2008 | 00:07
lífið út um allt
stundum er svo margt að gerast að allt er að verða vitlaust og svo er ekkert þess á milli... ég er að takast á við nýtt starf, mjög spennandi, og þarf að fara í vígslu eftir 10 daga til að verða fullgild til að þjóna því embætti.. svo verður boð eftir vígslu... einum sólarhring seinna verð ég í Köben með frænkunum mínum .. vígla, veisla, Köben, alba, stóla, embættisdragt og kaupmannahafnardress... eins gott að þetta verði ekki allt í rugli ........... svo er að æfa boddýið fyrir Slóveníu...gönguna.
sofið vært og njótið hvíldarinnar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
14.4.2008 | 15:10
hvernig
Myrti stúlkuna fyrir tilviljun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Ljósið kemur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar