...vorljóð

..vorið er yrkisefni margra skálda, enda ekki skrýtið.. Vorið er merki þess að líf er að kvikna og frjósemi jarðar virkar á frjósemi hugar.

Ekki veit ég hvaða ár hún móðir mín  orti eftirfarandi ljóð, en sjálfsagt hefur hún elskað vorið eins og dóttir hennar...

Njótið dagsins og munið að rigningin er nærandiHeart

 Vor

Vaknar á tungu lítið ljóð,

leikur um hugans engi.

Himinninn roðnar. Geislaglóð,

gefðu mér mjúka strengi,

svo ég geti sungið með

sumarblænum þýða.

Vetur kveður vermir geð

vorið sumarblíða.

               Þórlaug Simonardóttir 1909-1972


...vorið

...sú halta komst í gönguferð upp á Sæfjall.. það er ekkert sem jafnast á við að sjá þegar vorið er á næsta leiti... gæsahópar voru að koma til landsins, greinilega langt að komnar flugu þær í skipulögðum hópum Þar sem ein hefur forystu og hópurinn sem á eftir kemur raðar sér upp með þeim hætti að létta flugið.... eins og þær séu búnar að vera í tímum í hópefliSmile.. já og svo voru heilu breiðurnar af skógarþröstum ..já sko heilu breiðurnar..(hef aldrei séð þvílíkan fjölda saman) sem sennilega eru hér að hvíla lúna vængi eftir flug frá fjarlægum slóðum.. og svo voru nokkrar rollur sem urðu á vegi okkar göngusystra...spakar og pattaralegar vildu þær endilega ná af okkur tali, en æ... við vorum ekki tilbúnar í spjall við spakar rollur og strunsuðum með okkar göngulagi til fjalla.... og það eru átta vikur í Slóveníuferðina hjá göngusystrum...eins gott að halda áfram að æfaCool

...njótið dagsins og hlustið á voriðHeart


..áfram

..grenjukrakkinn í færslunni hér á undan er búinn að grenja út svo hann var fjarlægður ...ekki þýðir að leggja árar í bát fyrir bólgna tá og auman ökla.... en lyfjabúð staðrins hefur grætt heilan helling á þessum raunum mínum því reglulegar sætaferðir hafa verið þangað í nokkra daga.... nú er komin sól á himni "gula fíflið" eins og einhver sagði ..og með hækkandi sól er best að lifa

njótið dagsins


..af hverju ekki..?

 

....mig langar að vera eins og óþekkur krakki og grenja........ ég var byrjuð að æfa þrekið fyrir Slóveníugönguna og allt átti að vera flott og fínt ...en nú sit ég heima með bólginn ökla og auma tá og ekki í gönguhæfu standi..... með pilluglas á borðinu

 


gott framtak

sem hefði þurft að vera komið fyrir löngu... það verður erfitt að verja þessa framkvæmd ef meiri hluti Eyjamanna ...ásamt fleirum... lýsa sig á móti henni
mbl.is Safna undirskriftum gegn Bakkafjöru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

...fikta með það sem maður á ekki

  þetta segja þeir á vísindavefnum:

Skortstaða er íslensk þýðing á enska hugtakinu short position. Það er notað í fjármálum til að lýsa því þegar fyrirtæki eða einstaklingur hefur fengið eign að láni og selt hana til þriðja aðila. Til dæmis gæti Björn lánað Ara hlutabréf í Hlut hf. að nafnvirði ein milljón króna og Ari selt Dóru bréfin. Þar með hefur Ari skortstöðu í Hlut hf. Skortstaða Ara er sögð nafnverð bréfanna sem hann seldi en átti ekki, það er ein milljón.
 

þá vitum við þaðWoundering


..nýtt tungumál

"skortstaða, vogunarsjóður, eitraður vogunarsjóður, afleiður" ... ég er bara alveg hætt að skilja íslensku...... Pinch


..starfið

..nú er alvara lífsins tekin við og afrakstur verunnar í heilaleikfimiskólanum á Sæmundargötu sex fer að sýna sigWhistling... konan er sem sagt komin í djáknastöðu ...sem er tilraunaverkefni þriggja stofnana í bænum mínum... og það er vígsla fram undan ...nánar tiltekið á sumardaginn fyrsta í sjálfri Dómkirkjunni... já það eru eiginlega nákvæmlega þrjú ár síðan þessi hugmynd varð til og nú er verkefni næstu mánaða að þróa starfið og treysta þeim eina sem öllu ræðurInLove

..góða nótt...


...ný ... á ný

... ég er byrjuð í nýju vinnunni og er á byrjunarreit........ sú gamla er sem sagt orðin nýW00tgræðingur

..góða nótt...Heart


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ljósið kemur

Höfundur

Guðný Bjarna
Guðný Bjarna

hvernig væri umhorfs ef ekkert væri ljósið ?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • IMG_0292
  • ..._024_747563
  • Lóa 11-12 vikna 024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband